[1][2]

Fullvaxta  umræður *

 Karlotta: Hæ Unnar, í hvaða rugli ertu núna?  Ég hef aldrei alminnilega skilið þetta orð, fullvaxta. Fullvaxta er fyrir mér heiti á einhverju kökumóti og fólk er þá deig sem reynir að fylla upp í það. Maður þarf kannski ad láta hefa sig pínu? Að vera fullvaxta er eins og að loksins vera valinn í liðið. Ertu að æfa eitthvað núna?

Unnar: Nei.  Ég hef einhvern veginn aldrei komist á þann stað að stunda eitthvað af svo miklu kappi. Er ennþá að bíða eftir að finna minn stað innan Íþrótta, að fatta útá hvað þær ganga!

K: Ég er ekki alveg komin inn á það stig að geta tekið þátt í leiknum en ég skil kannski um hvað þær snúast eftir að hafa  fylgst náið með íþróttahetjum fjölskyldunnar og farið i fjölmörg íþróttapartý. Ég get alveg skilið og séð ákveðið mentalitet og ég dáist oft að samvinnu og samskiptareglunum innan hópíþrótta  en svo um daginn þegar ég tók mig til í einhverri hvatvísi og ætlaði að fara að spila fótbolta med strákunum  þá liðu varla 2 mínútur áður en ég sleit hásin og nú er ég í tveggja mánaða gifsi. Ég vildi bara leika og hélt að fótbolti væri fyrir alla.

U: Það er líka sagt að allir eigi sér eitthvað áhugamál.  Formúla 1 er víst rosalega vinsæl núna. Ég er samt alltaf hrifnastur af Boxi. Einn á móti einum!

K: Ertu eitthvað fyrir ofbeldisíþróttir? Tekuru Box framyfir fótbolta? Ertu þess vegna með sprungin bolta á myndinni ?

U: Nei!  Hann er alveg búinn á því. Búinn að gefast upp en samt ánægður, eins og eftir maraþon eða eftir að hafa gengið á Norðurpólinn. Svona daginn eftir. Ég er líka meira fyrir einstaklings-íþróttir frekar en þetta hóp eliment,ég  er núna fyrst að læra samskiptareglurnar sem gilda í hópíþróttum.  Finnst samt alltaf best að vera bara einn með boltann eða spaðann, engin samhæfing eða keppni!

K: Þú gætir þá ekki búið í kommúnu?

U: Frekar mundi ég búa á götunni en að eiga heima í kommúnu.  Ég er samt ekkert mannfælin. Held samt að það sé draumur allra að eiga

sína eigin íbúð eða hús, sitt svæði til að gera sína hluti.

K: Allavega langflestra, kannski er samt draumurinn hjá sumum þeim

sem eiga íbúð og allan pakkann að eiga hvergi heima. Ég þekki mann sem er ríkur en hefur kosið sér að vera útilegumaður, borgin gaf honum meira að segja sinn eigin garðbekk, ætli það sé þá ekki svefnherbergi hans og borgin restin af íbúðinni. Líturu á sýninguna þína sem heimili?

U:  Mér verður allavega að líða vel þar, því það er minn staður. Mér líður yfirleitt frekar illa svona á sýningum, nema það sé góð stemning. Þú skilur hvernig það er að vilja búa sér til sinn eigin stað!

K: Algjörlega, heimilið mitt er eitthvað sem tekur sífelldum  breytingum, ekki kannski mikid hvað varðar útlit heldur gildi og

hlutverk þess. Ég hef allavega komist að því að ég get ekki búið

allsstaðar og hvergi. Maður stjórnar sínu eigin heimili og hverjir koma inn í það.  Ef til vill er heimilið eitt það heilagasta í lífi fólks. Stundum

er það opið fyrir alla en stundum rammlæst.

U:Hvað þá með einhverjar svona global klisjur?  Ísland, einangrun og internetið og allt það dæmi?

K: Ég held ad það sé hollt að gera greinarmun á heimili og þjóð, heimili manns er ekki sama sem þjóð og því ætti allt þetta global dæmi ekki ad vera neitt stórt vandamál þegar snýr að heimili manns.

U: Svo er bara sagt að maður þurfi engar áhyggjur að hafa ef maður bara ræktar garðinn sinn og á eitthvað  útaf fyrir sig. Er prívat með sjálfum sér. Stundum er líka miklu auðveldara með að vera með sjálfum sér en í  hóp! Ég gæti samt aldrei verið einhver einbúi. Er það ekki einhver rómantík, eitthvað svona 19 aldar fyrirbæri?

K: Hvernig þá 19.aldar ? Meinaru íslenskt eins og Gísli á Uppsölum og svoleiðis? Ómar og félagar?  Ætli hann hafi kosið sér  einveruna eins og við getum kosið okkur í dag ? Munurinn er kannski sá að í dag eru möguleikarnir fleiri, allavega öðruvísi og hægt að sulla öllu saman ef madur vill. Hægt er að gera allt að sínu áhugamáli eða sporti. Sumir vina minna tala um líf sitt sem projekt, eða um vissa atburði sem eitt projekt í lífi þeirra, eins og sport sem þarf að æfa blákallt með ákveðnu markmiði. Mér finnst það pínu skrítið.

 

* Stutt spjall milli Karlottu Blöndal og Unnars Auðarsonar dagana 20.06 - 23.06. 2001

[1][2]