gallerí@hlemmur.is - fréttatilkynning

Laugardaginn 19. ágúst klukkan 16 opnar Þorbjörg Þorvaldsdóttir sýningu í gallerí@hlemmur.is Þverholti 5 í Reykjavík.  Þorbjörg útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993 og var í framhaldsnámi í Frakklandi í Ecole Nationale d´Arts de Cergy-Pontoise 1993-1996.  Frá 1995 hefur hún tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Frakklandi.  Þetta er fjórða einkasýning hennar.