Um verkin

Þrjár tengdar sýningar á tímabilinu frá ágúst til desember 1999.

Ég nota sömu 19 tré skúlptúrana á allar sýningarnar. Ég breyti lit þeirra og titli fyrir hverja sýningu, sem gefur verkinu annað hugtak, þannig skapa ég nýtt verk. Eru þær allar um list, þar sem ég hugleiði átaka og umbreytingarleysi listarinnar og hvort tilgangur sé með listinni sjálfri eða hvort hann búi utan hennar.

Fyrsta sýningin "Hlutur fegurðarinnar" var haldin á Mokka. Voru hlutirnir þá málaði í nokkrum skærum litum. Sú sýning var fegurðarsamkeppni á milli hlutanna sem hengdir voru á veggina. Á litlum miðum bauðst gestum kaffihússins að velja þann hlut sem þeim fannst fegurstur. Í lok sýningarinnar taldi ég miðana og krýndi sigurvegarann sem "Hlut fegurðarinnar"

Fyrir sýningu tvö "Hugleiðsla um list" valdi ég að sýna í fataverslun. Þar sem fólk rakst óvart á sýninguna, eða ef því leiddist gat það skoðað falleg föt. Þar voru verkin hvítmáluð og hengdi ég þau upp í gluggann þar sem þau litu út sem fögur, hljóðlát skreyting og trufluðu engan. Ég samdi líka hugleiðslu þar sem ég leiði áhorfandann inn í tómt hvítt herbergi.

Hér á þriðju og síðustu sýningunni "Þunglyndi hins sanna listamanns" hef ég látið hlutina á gólfið. Á veggnum er miði sem gefur áhorfandanum leyfi til að sparka í listina. Það mun koma í ljós hvort listin muni láta á sjá og hvort fólk hafi notið hennar betur í svo náinni snertingu.