Fréttatilkynning

 Laugardaginn 10.nóv. kl.16. opnar myndlistarkonan Ilmur Stefánsdóttir sýninguna CommonNonsense í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5. Á sýningunni má finna videoverk, skúlptúra og ljósmyndir. 
Verkin eru öll unnin á árinu 2001, úr ljósleiðurum og ýmsu fleiru.

Sýningin stendur til 2.desember.  Verið velkomin!