Það að safna hlutum í sjóð leiðir hugann óhjákvæmilega að innra eðli tilverunnar.  Hin ástríðufulla sjálfhyggja hins innra leiðir af sér endurvarp, líkt og um sé að ræða umsnúinn spegil í líkama okkar.

Er listamaðurinn ekki eina mannveran sem er þess umkomin að fara mildum höndum um sína innstu kviku?

Viðkvæmt líffæri getum við snert með fingrinum, en við verðum þess áskynja að það er augað sem gælir við öreindaheims Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur.  Í dýpt, í gagnsæi eða á yfirborði tala hlutirnir  um okkur sjálf; setningarnar eru raddir sem anda að sér og síðan frá sér geðhrifum okkar til að lykja ævinlega um þau.

Verk listamannsins í heild ber vott um þolgæði sem talar til okkar um það sem varir og neyðir okkur að fara vel að hlutunum, en lætur okkur jafnframt taka þátt í nær síendurtekinni athöfn handarinnar sem skapar og síðan snertir “tímann”.

Gauthier Hubert 2001