“Here, there and everywhere”

Laugardaginn 7. apríl kl. 14:00 verđur opnun á sýningu Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin, “Here, there and everywhere”, í galleri@hlemmur.is

Erla S. Haraldsdóttir fluttist til Svíţjóđar 10 ára ađ aldri og hefur eftir ţađ einungis búiđ hérlendis nokkur styttri tímabil, ma. viđ nám í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ. Hún nam myndlist (og blandađa tćkni) viđ Konunglega Listaháskólann í Stockhólmi, San Francisco Art Institute ásamt Listaháskólanum Valand í Gautaborg, og útskrifađist ţađan 1998.

Bo Melin er fćddur og uppalinn í Svíţjóđ. Hann er menntađur viđ Konstfack í Stockhólmi og Listaháskólann Valand, og útskrifađist ţađan 1997.

Med sýningunni “Here, there and everywhere” leika sér Erla og Bo ađ ţví ađ skekkja ţann raunveruleika sem viđ eigum ađ venjast í okkar daglega umhverfi. Ţau breyta hinni einsleitu og (monocultural)  Reykjavík í fjölţjóđlega (multicultural) borg međ ađstođ stafrćnt myndbreyttra ljósmynda.

Viđ undirbúning sýningarinnar ferđuđust Erla og Bo til San Franciso og Berlínar, ţar sem ţau mynduđu stórborgarsamfélagiđ og íbúa ţess.

Ţetta er annađ samvinnuverkefni ţessara tveggja listamanna. Fyrir hálfu ári síđan unnu ţau fimm metra langa panorama-mynd af torgi í Skoghall, sem er lítill smábćr í miđ-Svíţjóđ. Í myndverki sínu, sem sýnt var í listasafni Skoghalls, gjörbreyttu Erla og Bo smábćnum í stórbćjarúthverfi í algerri niđurníslu. Skoghall er mjög gott dćmi um lítiđ velferđarsamfélag án stćrri vandamála og var ţess vegna vel til verkefnisins falliđ.

Ţađ er auđvelt ađ taka hlutum og ađstćđum sem sjálfgefnum, sérstaklega í manns eigin umhverfi. Ef mađur lifir í stöđugu samfélagi skapast auđveldlega eins konar miđlćgt sjónarhorn (central perspective), ţar sem upplifun manna um hvađ sé rétt og rangt og hvađ sé eđlilegt, mótast af ţeirra nánasta samfélagi.

Ţađ eru vangaveltur í kringum ţessar hugmyndir sem Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin hafa unniđ útfrá viđ gerđ ţessarar sýningar, og á hún vonandi eftir ađ velta upp enn fleiri vangaveltum hjá sýningargestum.

Veriđ hjartanlega velkomin! Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin