101 ár og tillögur fyrir framtíð mannkyns

 

 

Aðeins á síðustu áratugum hefur heimurinn séð nokkra viðburði sem án efa hafa endurskilgreint hið pólitíska landslag allverulega.

 

Einkasýning mín, ‘101 ár og tillögur að framtíð mannkyns’ notar tvo einstaka viðburði sem grunn að sýningunni á gallerí Hlemmi.

 

Aðalverk sýningarinnar er einföld hreyfimynd sem notast við átakarannsóknir til að lýsa hinni stríðshrjáðu 20. öld. Sú einfalda grafíska hreyfimynd sýnir öll þau stríð sem geysað hafa í heiminum frá 1900-2000 á 20 sekúndum, sem þýðir að hvert ár spannar 1/5 úr sekúndu. Eins og smitsjúkdómur eða stigvaxandi húðsjúkdómur eru stríð að dreifast yfir hið svart-hvíta pólitíska landslag. Hvenær sem stríð byrjar lýsist upp rauður og gulur punktur á heimskortinu með greinilegum sprengjuhljóðum en færist svo yfir í hálfgagnsæja fjólubláan punkt þegar því er lokið. Séð úr lofti verður afraksturinn eins og þykk vaxandi sprengjumotta. Tveir mælar sýna árin og tölu látinna. Hún er byggð á nokkrum rannsóknum með upplýsingum frá nefnd Friðar-Nóbelsverðlaunanna sem aðalheimildina. Það er athyglisvert að aðallega er mannfall úr hernaði notað utan nokkurra undantekninga  þar sem dauðatollur óbreyttra borgara er lýst sem þjóðarmorði. Spurningin sem verkið vekur upp er hvort heimurinn hafi breyst eftir atburði 11. september og svarið sem það gefur er að heimurinn er flæktur í stöðug átök um völd og blóðhefnd. Gereyðingarmáttur hernaður á síðustu öld hefur náð gífurlegri útbreiðslu.

 

Í hinu verkinu sem er í minni hluta gallerísins er notað sama landakort nema fyrir annan tilgang. Það sýnir stöðu keppninnar “The Utopian World Championship” (“Hin útópíska heimsmeistarakeppni”) sem var upphaflega komið á legg ásamt Anne Drugge í samvinnu við listamannasamtökin sænsku SOC. Keppnin er tilraun til að ákveða stöðu nútíma útópískra hugmynda eftir fall Sovétríkjanna sem endaði tímabil útópískra tilrauna með hörmulegum afleiðingum. Kortið sem er teiknað beint á vegg sýnir viðburði keppninnar hingað til með myndum af dómnefnd, úrslitum frá fyrstu keppninni sem og staðsetningu þeirra sem nú keppa. Kortið sýnir einnig þá staði sem taka þátt í ferðalagi “The Utopian World Championship” en hún hefur flutt meðlimi SOC til Helsinki, Ríga, Dublin og Belfast og mun nú halda áfram til Íslands og Ástralíu. Tilgangur ferðarinnar er að hitta hugsjónarfólk, aðgerðissinna og stjórnmálamenn og einnig til að dreifa gögnum frákeppninni 2001, þegar T.R.O.Y hlaut fyrstu verðlaun, 1000 dali, fyrir ritgerð sína “Glundroði nýja heimsins”.

 

Þar af leiðandi mun eitt af verkum mínum hér á Íslandi vera að afhenda lokakjalið forseta Íslands.

 

Allar upplýsingar um “Hina útópísku heimsmeistarakeppni” er að finna á heimasíðunni www.soc.nu/utopian.

 

Lokaskjalið kallar á þátttöku gesta og önnur skjöl munu verða til sýnis í galleríinu.

 

Please visit http://brunberg.x-i.net for more info on Jon Brunbergs works.